PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Minnt er á próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis sem verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember.
Kl. 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. Kl. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. Kl. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þátttakendur í nýliðnu námskeiði og yfir aðila sem eingöngu hafa óskað að sitja prófið. Alls er um að ræða 24 aðila.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
Með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!