PRÓF PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUNAR
Próf PFS til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í dag, 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis.
Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófað var í raffræði og radíótækni og reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis og lauk með prófsýningu kl. 15. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnlegt próf.
Fulltrúar prófnefndar: Kristinn Andersen, TF3KX, formaður; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; og Yngvi Harðarson, TF3Y. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar: Jón Björnsson, TF3PW; Jónas Bjarnason, TF3JB; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Kristinn Andersen, TF3KX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð fagleg aðkoma að verkefninu.
Síðast, en ekki síst, innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!