,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 14. DESEMBER

Alls voru 12 skráðir til prófs Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis, sem haldið var laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík. Þar af sátu 10 próf í raffræði og radíótækni og 9 próf í reglum og viðskiptum.

Þegar tíðindamaður þurfti að víkja af vettvangi um kl. 16:00 var prófsýning í gangi. Almennt var að heyra á þátttakendum að prófið hafi verið sanngjarnt.

Fréttir af útkomu úr prófinu verða birtar strax og þær liggja fyrir frá PFS eftir helgina.

Þátttakendur í prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis 14. desember. Á myndinni eru einnig þeir Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða ÍRA og Einar Kjartansson TF3EK í prófnefnd. Einn þátttakanda vantar á myndina. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =