,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.
14:30 – Prófsýning.

Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent inn lista fyrir þá sem taka þátt í yfirstandandi námskeiði og/eða hafa staðfest skráningu í prófið.

Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is

Eftirfarandi úrræði er í boði ef um það er beðið með því að senda póst á ira@ira.is sem er stækkun prófgagna í A3.

1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð.
2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku sem hentar reiknigrafi.
3) Endanleg einkunn kemur frá Fjarskiptastofu á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) Gætið þess að hvorttveggja sé greinilega skrifað.
5) Engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Með ósk um gott gengi.

Prófnefnd ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 5 =