,

Próf til amatörleyfis fór fram laugardaginn 4. maí

Hluti þátttakenda í prófi PFS til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. maí 2013.

Próf til amatörleyfis fór fram á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. maí. Prófið var tvískipt, annarsvegar í undirstöðuatriðum í raffræði og radíótækni og hins vegar í reglugerð og viðskiptum. Alls þreyttu 11 þátttakendur fyrri hluta prófsins. Þar af náðu 5 fullnægjandi árangri til G-leyfis og 4 fullnægjandi árangri til N-leyfis. Alls þreyttu 6 þátttakendur síðari hluta prófsins og náðu allir árangi til G-leyfis; (en aðrir höfðu lokið þeim hluta með tilskyldum lágmarksárangri áður). Meðalaldur þátttakenda var 45 ár.

Prófnefnd Í.R.A. annaðist undirbúning prófs og framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið var skriflegt og var að þessu sinni haldið í framhaldi af námskeiði félagsins til amatörprófs sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík á tímabilinu frá 12. febrúar til 3. maí s.l.

Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar: Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur.
Ábyrgðarmaður Í.R.A.: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar.
Aðrir prófdæmendur: Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, prófnefnd Í.R.A.; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, prófnefnd Í.R.A. og Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður Í.R.A.
Reglugerð og viðskipti: Þór Þórisson, TF3GW.

Úrlausnir yfirfarnar eftir prófið þann 4. maí. Frá vinstri: Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá PFS; Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, prófnefnd Í.R.A.; Þór Þórisson TF3GW, Reglugerð og viðskipti; Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, prófnefnd Í.R.A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + 8 =