ERINDI FRÁ KORTASTOFU ÍRA
Uppfærslu merkinga á QSL skáp kortastofu félagsins lauk síðdegis í dag, 28. apríl. TF kallmerki fá merkt hólf hjá kortastofunni þegar QSL kort merkt þeim byrja að berast erlendis frá.
Mathías Hagvaag, TF3MH, kortastjóri sagði að vegna þess hve mikið félagsaðstaðan í Skeljanesi hafi verið lokuð undanfarna mánuði (vegna Covid-19) hafi safnast upp kort hjá stofunni þannig að tekið sé að þrengjast í mörgum hólfanna.
Mathías óskar að koma því á framfæri við félaganna, að nálgast kortin þar sem kortasendingar erlendis frá eru nú farnar að berast reglulega á ný.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!