QTC-sending frá TF3IRA eða öllu heldur morse-æfing í loftinu á 3712 kHz
Undanfarin þrjú kvöld hefur Morse-hópurinn verið með CW-tilraunaútsendingu á 3712 kHz. Sent er frá TF3IRA og byrjað klukkan 9:30 á kvöldin. Í gærkvöldi var sendur út fyrsti hluti texta sem finna má á á WIKIPEDIA-vefnum: http://en.wikipedia.org/wiki/Little_Red_Riding_Hood og verður því haldið áfram í kvöld.
Æfingatextarnir verða settir inn á heimasíðu hópsins og þar geta þeir sem nota tækifærið og æfa sig sett inn textann sem þeir náðu. Og nú er um að gera að setja sinn texta/árangur sem fyrst eftir að æfingunni lýkur því vel líklegt er að einhver verðlaun verði í boði fyrir þann sem fyrstur setur inn réttastan texta. Heimasíða hópsins er í veftrénu undir “hvað er amatörradíó”.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!