,

Radíóáhugamannapróf

Radíóáhugamannapróf verður haldið á morgun 29. apríl kl. 10 í Háskólanum í Reykjavík. Prófið er í tveimur hlutum, tæknipróf og próf í reglugerð og viðskiptum.

Ennþá er opið fyrir skráningu í prófið og eru sérstaklega amatörar með N-leyfi hvattir til að koma og reyna við G-leyfið. Áhugasamir tilkynni sig á ira@ira.is, þátttakendur á nýloknu námskeiði hjá ÍRA þurfa ekki að endurtaka skráningu í próf.

stjórn ÍRA

Radíóamatörar taka próf og fá leyfi hjá yfirvöldum í hverju landi til þess að stunda amatörfjarskipti og hanna og smíða amatörfjarskiptabúnað. Amatörum er úthlutað alþjóðlegum kallmerkjum sem þeir auðkenna sig með í sínum fjarskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF.  Amatörradíó á sér fjölmargar hliðar. Radíóamatörar hafa víða komið við sögu í þróun fjarskiptatækninnar við hönnun og gerð senditækja, móttakara og loftneta. Sumir radíóamatörar státa af fjarskiptum kringum jarðkringluna með einföldum heimasmíðuðum tækjum og sáralitlu afli úr vasaljósarafhlöðum, meðan aðrir leggja metnað í að ná árangri í alþjóðlegum keppnum amatöra með kraftmiklum búnaði og öflugum loftnetum. Radíóamatörar hafa hannað og smíðað gervihnetti sem endurvarpa sendingum milli landa og enn aðrir nota yfirborð tunglsins til að spegla radíósendingum til fjarlægra heimshluta. Þekking radíóamatöra á tækni og nýtingu skilyrða í háloftunum til fjarskipta er ómetanleg auðlind og hefur oft skipt sköpum í neyðartilvikum þegar hefðbundin fjarskiptakerfi hafa brugðist. … úr CQ TF.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − seven =