RADÍÓDÓT FÉLAGSINS AFTUR KOMIÐ Í HÚS
Hluti af eldri tækjum og búnaði í eigu ÍRA voru flutt til bráðabirgða til geymslu í stöðvarhúsi RÚV á Vatnsendahæð árið 2017 eftir að vatn flæddi inn í herbergi okkar í kjallara hússins í Skeljanesi. Þetta dót hefur verið þar síðan.
Skömmu fyrir miðjan júlí bárust boð frá Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, starfsmanni RÚV, þess efnis að nú væri komið að því að sækja dót félagsins.
Fimmtudaginn 16. júlí mættu fulltrúar félagsins á staðinn og fluttu dót félagsins í Skeljanes. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, hafði útvegað sendiferðabifreið til verksins sem þar með gekk greiðlega, en auk hans voru til aðstoðar: Henry Arnar, TF3HRY; Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB; Guðjón Egilsson, TF3WO, Benedikt Guðnason, TF3TNT og Jónas Bjarnason, TF3JB.
Félaginu er ekki kunnugt um fyrirætlanir með stöðvarhúsið sem reist var á árunum 1929-1930. Sumir höfðu viðrað þá hugmynd, að þar gæti orðið framtíðarhúsnæði fyrir ÍRA. Landið í næsta nágrenni er í eigu Kópavogsbæjar sem líklega mun ráðstafa því á næstunni.
Þakkir til RÚV fyrir að hafa hlaupið undir bagga með félaginu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!