,

RADÍÓDÓT ÚR DÁNARBÚI TF3GB

Ársæll Óskarsson, TF3AO, Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN og Þór Þórisson, TF1GW mættu í Skeljanes laugardaginn 12. júní. Erindið var að færa í hús síðari sendingu af radíódóti úr dánarbúi Bjarna Sverrissonar, TF3GB. Þór Þórisson, TF1GW, hafði áður fært félaginu radíódót úr búinu þann 16. febrúar s.l.

Að þessu sinni var um töluvert meira magn að ræða og komu þeir félagar á tveimur fólksbifreiðum og sendiferðabíl með dótið í Skeljanes. Margt nýtilegra hluta er í sendingunni. Hugmyndin er að geyma sumt af því og bjóða til sölu á flóamarkaði félagsins sem verður haldinn þegar Covid-19 aðstæður leyfa.

Stjórn ÍRA þakkar aðstandendum Bjarna heitins og þeim TF3AO, TF3PPN og TF1GW fyrir að hafa milligöngu um að koma dótinu til félagsins.

Fyrir utan Skeljanes 12. júní. Radíódótið fært í hús. Frá vinstri: TF1GW og TF3PPN og TF3AO fjær (með bak í myndavél).
Dótið komið upp í fundarsalinn í Skeljanesi. Framundan er töluverð vinna að fara yfir og flokka tæki og hluti. Mjög margt er af nýtanlegum tækjum, búnaði, ýmsum smátækjum, íhlutum og loftnetaefni sem verður komið á framfæri við félagsmenn.
Þór Þórisson TF1GW, Ársæll Óskarsson TF3AO og Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN í salnum í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five − 3 =