,

Radíófjarskiptaráðstefnan WRC-2012 er hafin

Alþjóðleg radíófjarskiptaráðstefna ITU, WRC-12 (World Radiocommunication Conference 2012) er hafin í Genf og fer hún fram dagana 23. janúar til 17. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB, IARU tengiliður félagsins, gerði ráðstefnuna að umtalsefni í grein í janúarhefti CQ TF 2012. Hér á eftir er birtir hlutar úr greininni, en þar segir Kristján m.a.:

„Það er á ráðstefnum sem þessum, sem ný amatörbönd geta ORÐIÐ TIL eða HORFIÐ. Því skiptir undirbúningur radíóamatöra fyrir þessar ráðstefnur mjög miklu máli. Þó eiga radíóamatörar enga formlega aðild að ráðstefnunum. Þeir ráða ekki yfir neinum atkvæðum. Atkvæðin eru í höndum stjórnvalda í hverju landi.

Hvað radíóamatöra varðar, fer mikið af undirbúningnum í að fylgjast með öllu sem allir eru að taka afstöðu til og gera, og beita síðan áhrifum sínum radíóamatörum til góða. Fyrir ráðstefnur eins og WRC-12 fer undirbúningurinn fyrst og fremst fram innan alþjóðasamtakanna, IARU, í samvinnu við kjörna fulltrúa í stjórnum svæðissamtakanna í Svæðum 1, 2 og 3. og aðildarfélögin.

Árangurinn á undanförnum árum hefur verið ótrúlegur, hvað varðar ný tíðnisvið sem radíóamatörar hafa heimild til að nota. Þetta byggir á þrotlausri vinnu IARU manna. Aldrei má þó taka fengnar tíðnir sem gefnar, því stöðugt þarf að verja þær ásókn annarrar þjónusta, ekki síst á tímum þar sem farið er að selja tíðnir eða bjóða þær hæstbjóðanda. Ein spennandi spurning fyrir radíóamatöra nú á WRC-12 er hvort samþykkt verður aukning á tíðnisviði amatöra á 600 metra bandinu”.

Sérfræðingar Póst- og fjarskiptastofnunar sækja ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.


Upplýsingar um ráðstefnuna má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.itu.int/ITU-R/index.asp?category=conferences&rlink=wrc-12%3C=en

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 11 =