RADÍÓVITINN 7Z1AL/B QRV
Með batnandi skilyrðum á HF er spennandi að fylgjast með skilyrðunum á 10 metrum, t.d. með því að hlusta eftir merkjum frá þeim mörgu radíóvitum sem þar eru í boði.
Einn þeirra er 7Z1AL/B sem nú hefur hefur verið gangsettur á ný. QRG er 28.212 MHz. Sendiafl er 10W og loftnet er ¼-λ stangar-loftnet. Lyklun: “ID-O-Matic II”. QTH er borgin Dammam í austur-hluta Sádí-Arabíu.
Staðsetning (Maidenhead grid locator): LL56ak. CQ svæði: 21. Fjarlægð frá TF: Um 6.500 km.
Listi yfir radíóvita á 28 MHz: https://www.qsl.net/wj5o/bcn.htm
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!