,

Rausnarleg gjöf TF3S til Í.R.A.

Hluti af gjöfinni kominn í jeppakerruna. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 og Stefán Þórhallsson TF3S.

Stefán Þórhallsson, TF3S, hafði nýlega samband við stjórn félagsins og sagði að sig langaði til að gefa félaginu nokkrar fjarskiptastöðvar, fjarskiptabúnað, mælitæki og fleira radíódót vegna flutninga. Það varð úr að Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Jónas Bjarnason, TF3JB heimsóttu Stefán með jeppakerru Baldvins þann 15. maí.

Það sem sótt var fyrri daginn (15. maí) var m.a. Texscan AL-4C Spectrum Analyzer 0-300 MHz; Icom IC-701 SSB/CW/RTTY 100W 160-10m (e. WARC) sendi-/móttökustöð; Icom IC-740 SSB/CW/RTTY 100W 160-10m (með WARC) sendi-/móttökustöð; og Yaesu Musen FT-101E SSB/CW 100W 160-10m (með WARC) sendi-/móttökustöð. Ýmsir aukahlutir, s.s. Icom IC-701PS aflgjafi með innbyggðum hátalara; Icom IC-RM2 stjórntölva (2 stk.) fyrir Icom IC-701, Icom IC-211 og Icom IC-745; Icom IC-EX1 (Extension Terminal); Icom IC-SM5 borðhljóðnemi; Icom AT-500 sambyggð sjálfvirk loftnetsaðlögunarrás fyrir 160-10 metra (m. WARC) og loftnetaskiptara; Yaesu Musen FV-101B External VFO; Kenwood S-599 hátalarakassi o.m.fl. Tækin verða listuð upp síðar.

Það sem sótt var síðari daginn (16. maí) var m.a. Yaesu Musen FT-7 SSB/CW 10W 80-10m (e. WARC) sendi-/móttkustöð. Töluvert af mælitækjum, íhlutum til smíða, aflgjafar, loftnetsaðlögunarrásir, bækur frá ARRL o.m.fl. Tækin verða listuð upp síðar. Sjá meðfylgjandi ljósmyndir.

Stjórn Í.R.A. þakkar Stefáni Þórhallssyni, TF3S, fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Það sem sótt var 16. maí komið í bráðabirgðageymslu í Skeljanesi.

Það sem sótt var 16. maí komið í bráðabirgðageymslu í Skeljanesi.

Við þetta tækifæri er ánægjulegt að rifja upp góða gjöf Stefáns sem hann færði félaginu í tilefni opnunar nýrra smíðaaðstöðu í Skeljanesi þann 23. mars 2010. Mælitæki sem komu í góðar þarfir og eru notuð enn í dag.