RSGB IOTA KEPPNIN 2024
RGSB IOTA keppnin fór fram helgina 27.-28. júlí á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Keppnin hófst á hádegi á laugardag og lauk á hádegi á sunnudag.
Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Skilyrði voru léleg, eða eins eins og TF3CW orðaði það eftir keppnina þá voru þau það slæm „…að hann lokaði stöð og fór heim seint í gærkvöldi frekar en að berja á „dauðum“ böndum yfir nóttina“.
Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 976,080 heildarpunktar. Fjöldi sambanda var alls 632; 556 á CW og 74 á SSB. Alls náðust 162 margfaldarar og 5,880 punktar. Viðvera var: 12,27 klst.
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!