SAC CW eftir hálfan mánuð
SAC keppni ársins 2013 sem hefst eftir hálfan mánuð er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru byrjendur eða endurkomendur í radíóamatöráhugmálið til að ná betra valdi á morsinu og samskiptaaðferðum radíóamatöra um allan heim. Þremur vikum seinna verður SSB hluti keppninnar.
SAC keppnisnefndin býður radíóamatörum um allan heim til “2013 Scandinavian Activity Contest”
- CW: 21 – 22 september, 12:00 UTC – 11:59 UTC
- SSB: 12 – 13 október, 12:00 UTC – 11:59 UTC
sjá: http://www.sactest.net/blog/ …
Markmið keppninnar er að efla amatörradíóstarfið í Skandinavíu eða réttara á Norðurlöndunum og hvetja til samskipta milli radíóamatöra í Skandinavíu og radíóamatöra utan Skandinavíu. Scandinavíustöðvar reyna að ná sambandi við eins margar stöðvar utan Skandinavíu og unnt er og öfugt.
Á heimasíðu ÍRA er hafin vinna við að íslenska keppnisreglurnar. Allir félagar ÍRA sem réttindi hafa til að skrifa á vefinn geta tekið þátt í að þýða reglurnar á íslensku og er reyndar tilvalið tækifæri fyrir alla sem vilja ná valdi á þessum framtíðar samskiptahætti sem ÍRA-vefurinn er til að læra hvernig farið er að og kynnast því hversu miklu virkari samskiptaháttur gagnvirki vefurinn er heldur en venjulegur tölvupóstur sem allsstaðar er á undanhaldi í heiminum.
Koma svo og láta í sér heyra á vefnum á jákvæðan hátt, hættum að nöldra úti í horni eða í felum á bak við tölvupóst. Þeir sem hafa áður tekið þátt í þessari keppni eru sérstaklega hvattir til að bæta hér við eða skrifa í umsagnarhólfið við þessa frétt hvaðeina sem þeim liggur á hjarta um keppnina. Við treystum á reynsluboltana til að upplýsa okkur hina.
ps… allir félagar ÍRA geta fengið réttindi, aðgangsheimild, hjá Benna, TF3CY, til að skrifa á vefinn og engin stór hætta þó mistök verði, Benni getur alltaf endurheimt fyrri stöð
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!