SAC leikarnir
Þegar flett er í gegnum gamlar fréttir má sjá að ýmsir hafa gegnum tíðina tekið þátt í SAC-leikunum með góðum árangri eins og til dæmis TF3CW.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti stöð ÍRA á kallmerkinu TF3W í CW-hluta SAC-2010. Sigurður hafði 1938 QSO í keppninni á 22 klukkustundum, um 1,5 QSO á mínútu að meðaltali. Vísun á fréttina
TF3W hefur verið starfrækt 7 sinnum í SAC og þar hafa ýmsir komið við sögu en hæst ber þá TF3CW og TF3SA sem hvor um sig starfræktu TF3W tvisvar sinnum einir í SAC keppnum og náðu mjög góðum árangri. TF3CW mest 2038 QSO eins og kemur fram hér ofar og Stefán Arndal, TF3SA mest 1605 QSO.
Á árinu 2000 tóku TF3AO, TF3GB, TF3HP, TF3RJT og TF3VS þátt í SSB hluta SAC frá TF3IRA og höfðu 1217 QSO.
Þáttaka einstakra íslenskra radíóamatöra í SAC-leikum hefur oft verið góð, ötulir við þáttöku hafa verið TF3SA, TF8GX, TF4M, TF3DC, TF3GB, TF3YH, TF3Y, TF3SG, TF3T, TF3CY, TF3AM og fleiri mætti telja hér upp. Við hvetjum sem flesta íslenskra radíóamatöra til að taka þátt í SAC og minnum á að einn þáttur leikanna er keppni milli Norðurlandanna.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!