,

SAC SSB keppnin 9.-10. október n.k.

Scandinavian Activity Contest 2010

SSB hluti SAC 2010 keppninnar verður haldinn um næstu helgi. SSB-keppnin er sólarhringskeppni líkt og morskeppnin og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. október og lýkur sunnudaginn 10. október á hádegi. Líkt og áður hefur komið fram, er markmiðið að hafa sambönd við aðrar stöðvar um heiminn heldur en í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Álandseyjum, Market Reef, Grænlandi, Jan Mayen og Svalbarða og Bjarnareyju. En stöðvar í þessum löndum keppa innbyrðis gegn hvor annarri. Heimasíða keppninnar er: http://www.sactest.net/

Athygli er vakin á því að lokadagur fyrir skil á keppnisdagbókum vegna morskeppninnar 18.-19. september s.l. er 19. október n.k.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × four =