Samræmt skipulag á 600 og 60 metrum fyrir TF og LA
Heimasmíðaður 100W sendir á 500 kHz. Sjá: http://www.500kc.com/N4ICK/index.htm
Stjórn Í.R.A. hefur samþykkt að mæla með því að íslenskir leyfishafar taki upp tíðniskiptingu systurfélags okkar í Noregi (NRRL) á 600 og 60 metrum. Eins og staðan er í dag, búa radíóamatörar í flestum löndum í IARU Svæði 1 við takmarkaðar heimildir á þessum böndum, þ.e. heimildir á 600 metrum eru ekki samræmdar og á 60 metrum eru heimilaðar á bilinu frá 5-8 fastar tíðnir. Vegna þessa er ekki í gildi niðurskipting á þessum tíðnisviðum frá hendi IARU Svæðis 1.
Með tilliti til þess að á Íslandi og í Noregi er samræmd tíðniúthlutun, þ.e. á 5260-5410 kHz (60 metrum) annarsvegar og á 493-510 kHz (600 metrum) hinsvegar, þykir skynsamlegt að samræma skipulag notkunar í löndunum. Fyrir liggur, að þessi niðurskipting geti orðið vísir að nýrri tíðniskipan IARU Svæðis 1 þegar þar að kemur (sbr. að gert er ráð fyrir stafrænum teg. útgeislunar, sem enn eru ekki heimilaðar í TF og LA). Í ljósi þessa er mælt með eftirfarandi niðurskiptingu tíðnisviðanna:
Tíðnisviðið 493-510 kHz (600 metrar)
Viðmiðunartíðni |
Teg. útgeislunar |
Teg. notkunar |
---|---|---|
500 kHz |
Mors (A1A) | Almenn kalltíðni |
503 kHz |
Mors (A1A) | Almenn samskipti |
Tíðnisviðið 5260-5410 kHz (60 metrar)
Viðmiðunartíðni |
Teg. útgeislunar |
Teg. notkunar |
Tilgreint tíðnisvið fyrir mismunandi teg. útgeislunar |
---|---|---|---|
5310 kHz |
Mors (A1A) | Almenn kalltíðni | 5305-5315 kHz (eingöngu mors) |
5335 kHz |
QRP, allar teg. útgeislunar | Almenn kalltíðni | 5330-5340 kHz (allar teg. útgeislunar, en QRP afl) |
U5355 kHz |
Stafrænar teg. útgeislunar | Almenn kalltíðni | 5350-5360 kHz (stafrænar teg. útgeislunar) |
5375 kHz |
Tal (J3E, USB) | Almenn kalltíðni | 5375-5390 kHz (eingöngu tal) |
5403,5 kHz |
Tal (J3E, USB) | Almenn kalltíðni, DX |
Þess er farið á leit, að eftirtaldar fastar tíðnir (sendiaflestur á USB) séu sem minnst notaðar, þar sem sumar þessara tíðna eru ennþá einu möguleikar annarra leyfishafa í öðrum löndum í IARU Svæði 1 til að vinna í tíðnisviðinu.
5280 kHz 5278.5 kHz
5290 kHz 5288.5 kHz
5332 kHz 5330.5 kHz
5348 kHz 5346.5 kHz
5368 kHz 5366.5 kHz
5373 kHz 5371.5 kHz
5400 kHz 5398.5 kHz
Íslenskir leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar til að gera tilraunir í ofangreindum tíðnisviðum. Núgildandi heimildir okkar gilda til 31.12.2012.
(1) 493-510 kHz. Heimild er bundin við notkun á morsi (A1A tegund útgeislunar). Hámarks leyfilegt útgangsafl er 100W á víkjandi grundvelli.
(2) 5260-5410 kHz. Heimild er bundin við notkun á morsi (A1A) og tali (J3E, USB tegund útgeislunar). Hámarksbandbreidd merkis er 3 kHz. Hámarks leyfilegt útgangsafl er 100W á víkjandi grundvelli.
Heimildir í þessum tíðnisviðum eru veittar með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, en þá verður að hætta sendingum strax. Kallmerki skal notast við upphaf og endi fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir. N-leyfishafar og G-leyfishafar njóta sömu réttinda. Sækja má um heimild á tölvupósti til PFS á hrh@pfs.is.
Fyrir þá sem vilja fræðast um þessi nýju tíðnisvið er bent á greinar um 500 kHz og 5 MHz böndin sem birtust í 2. tbl. CQ TF 2010, bls. 18 annarsvegar, og bls. 22 hinsvegar. Ath. að til þess að meðfylgjandi hlekkur opnist, þarf viðkomandi félagsmaður að vera með skráðan aðgang. Sækja má um aðgang ti félagsins á tölvupóstfangið ira hjá ira.is
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!