,

Senda þarf inn nýjar beiðnir til PFS um heimildir

Líkt og fram kom á þessum vettvangi 13. desember s.l., hefur Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) ákveðið að framlengja núverandi tímabundnar heimildir íslenskra leyfishafa í 500 kHz og 70 MHz tíðnisviðunum til tveggja ára, þ.e. út árið 2012. Heimildin á 5 MHz bandinu er jafnframt framlengd um tvö ár, en í stað 8 fastra tíðna áður, hafa íslenskir leyfishafar nú fengið nýja 150 kHz heimild á 5260-5410 kHz.

Athygli er vakin á því, að þeir leyfishafar sem áhuga hafa á að gera tilraunir í einhverju eða á öllum þessara tíðnisviða, þurfa sérstaklega að sækja um það til stofnunarinnar. Eldri heimildir gilda einvörðungu til 31. desember n.k. Nægjanlegt er að senda tölvupóst til stofnunarinnar, á hrh hjá pfs.is.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen + 9 =