,

Sensa hýsir heimasíðu ÍRA

Fyrir stuttu var undirritaður samningur við SENSA um hýsingu og ráðgjöf við heimasíðu félagsins.

Samningur við SENSA var formlega undirritaður 15. nóvember. Samningurinn gildir frá júlímánuði á þessu ári og við vætum okkur góðs af samstarfi við Sensa.

Gamla heimasíðan var til skamms tíma vistuð hjá 1984 ehf. og þökkum við fyrirtækinu fyrir góða þjónustu um árabil. Gamla síðan var um nokkurn tíma vistuð á vegum TF3CE í Ármúlaskóla og þökkum við Árna Ómari, TF3CE, fyrir alla hans vinnu við heimasíðuna og snör handtök þegar hnökrar hafa orðið á uppistandi síðunnar. TF3T lagði líka mikla vinnu í gömlu heimasíðuna og félagið þakkar Benna, TF3T, fyrir hans vinnu svo og öllum öðrum sem hafa komið að heimasíðum félagsins gegnum tíðina. Það er félaginu mikils virði að hafa haft aðgang að færum mönnum sem allir hafa unnið mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf við heimasíður félagsins. Ölvir Sveinsson, TF3WX bjó til nýju síðuna og samdi við SENSA um vistun og vinnu við síðuna. Ölvir hefur lagt óhemju vinnu í verkefnið og er stöðugt að bæta einhverju við. Núna á síðustu dögum hefur Ölvir bætt við innskráningu sem er skilyrði þess að við getum sett á síðuna aðgang að amatörblöðum hinna Norðurlandanna. Það verkefni verður kynnt á næstunni en búið er að opna fyrir nýskráningu. Takk Ölvir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =