Síðasti skiladagur í CW hluta SAC 2010 er á morgun, 19. október
Athygli er vakin á því að á morgun, 19. október 2010 er síðasti skiladagur keppnisdagbóka í CW hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) 2010. Nánari upplýsingar á heimasíðu SAC: http://www.sactest.net/
Í dag, mánudaginn 18. október kl. 15:00 var staðan eftirfarandi fyrir TF stöðvar, samkvæmt fjölda innsendra dagbóka (“Clamed scores):
Keppnisflokkur | Kallmerki | Árangur, punktar | Keppandi | Sæti |
Öll bönd, flokkur HP | TF3W | 951,421 | TF3CW | 10. sæti (af 89) |
Öll bönd, flokkur LP | TF/DF1LON | 117,070 | DF1LON | 33. sæti (af 90) |
Öll bönd, flokkur QRP | TF/DL2JRM/P | 118,862 | DL2JRM | 3. sæti (af 14) |
Eitt band, 14 MHz LP | TF2JB | 1,456 | TF2JB | 14. sæti (af 18) |
Fjöldi keppnisdagbóka eftir löndum í Scandinavian Cup var þessi í dag:
1. Svíþjóð – 141 dagbók – 31,7 milljónir punkta.
2. Finnland – 74 dagbækur – 23,7 milljónir punkta.
3. Noregur – 22 dagbækur – 4 milljónir punkta.
4. Danmörk – 12 dagbækur – 3 milljónir punkta.
5. Álandseyjar – 3 dagbækur – 1,6 milljónir punkta.
6. Ísland – 4 dagbækur – 1,2 milljónir punkta.
7. Færeyjar – 2 dagbækur – 0,5 milljónir punkta.
Líkt og sjá má skiptir hver og ein innsend dagbók miklu til að við hækkum á listanum.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!