SKELJANES 9. JANÚAR, OPIÐ HÚS
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 9. janúar.
Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.
QSL stjóri félagsins tæmir pósthólfið á miðvikudag, flokkar innkomnar QSL sendingar og gerir klár fyrir opnun á fimmtudagskvöld.
Þá ætlar Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS, að koma með Zastone Z218 25W 2M/70CM bílstöðina sína og hafa til sýnis yfir kaffinu.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!