SKELJANES 2. JÚLÍ, OPIÐ HÚS
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á morgun, fimmtudaginn 2. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri ÍRA, tæmir pósthólfið og flokkar innkomin kort fyrir opnun.
Spennandi viðburðir eru framundan og því margt sem þarf að ræða yfir kaffinu, m.a.:
- VHF/UHF leikarnir 11.-13. júlí;
- TF útileikarnir 1.-3. ágúst; og
- Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 22.-23. ágúst.
Sjáumst í Skeljanesi!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!