,

SKELJANES 23. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 23. janúar.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.

QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomin kort fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

TF3JB kemur með „Knarrevik“ hillueiningu frá IKEA sem verður til sýnis á staðnum.

Stjórn ÍRA.

Hillueiningin „Knarrevik“ sparar mikið pláss á skrifborðinu og hýsir auðveldlega ICOM IC-7410 HF stöð, SteppIR SDA 100 stýrikassa, ICOM PS-300 aflgjafi, DAIWA CN-801HP sambyggðan standbylgju- og aflmæli og Palstar SP3 kassahátalara. Á borðinu er ETM-4C C-MOS rafmagnsmorslykill frá DJ2BW. Hillueiningin var keypt í IKEA á 1690 krónur (ath. ekki útsöluverð). Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × five =