,

Skeljanes 7. mars; SOTA Búnaður & aðferðir

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 7. mars. Þá mætir Einar Kjartansson TF3EK í Skeljanes með erindið “Búnaður og aðferðir sem henta fyrir SOTA”.

Stofnað var til SOTA viðurkenningaverkefnisins (e. Summits On The Air) formlega þann 2. mars 2002.  Stofnendur segja sjálfir, að þar sem SOTA snýst um viðurkenningar (e. Amateur Radio Award Programme) en er ekki klúbbur eða félagasamtök, býðst mönnum ekki að gerast félagi í SOTA.

Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru af þessu tilefni skilgreindir sérstaklega í hverju landi og eru þeir yfir 900 hérlendis.

Ísland varð hluti af SOTA verkefninu þann 1. september 2016. Vilhjálmur Þ. Kjartansson TF3DX var fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016. Þeir Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi.

Margskonar viðurkenningarskjöl og verðlaunagripir eru í boði, svo sem Fjallageitin (e. Mountain Goat). Að auki er rekinn gagnagrunnur sem hýsir heiðurslista SOTA o.fl.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta tímalega. Kaffiveitingar.

Einar Kjartansson TF3EK sýnir loftnet fyrir utan Skeljanes sem hann notar í SOTA vorið 2017. Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Jón G. Guðmundsson TF3LM fylgjast með. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 2 =