,

SKELJANES Á FIMMTUDAG 16. MARS

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 16. mars kl. 20:30. Þá mætir Sigurður Harðarson, TF3WS með erindið „Kynning á íslenskri framleiðslu útvarpsviðtækja“.

Sigurður hefur m.a. starfað í hollvinafélaginu „Um varðveislu útvarpstækni á Íslandi“. Hann segir að 8 gerðir útvarpstækja hafi verið smíðaðar hjá Viðtækjasmiðju Ríkisútvarpsins sem stofnuð var 1933 og þar hafi verið framleidd einföld og ódýr útvarpstæki sem hafi fengið nöfnin Suðri, Vestri, Austri, Sindri og Sumri.

Félagsmenn ÍRA hafa m.a. komið viðtækjum til Sigga eftir að fréttist af verkefninu. Þ.á.m. er merkilegt útvarpstæki, “Polar Twin Metal” smíðað árið 1925. Hann segir að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hafi gefið tækið sem sé mikill fengur í þar sem lítið sé til af tækjum fyrir 1928 og það sé því með elstu tækjum sem hann hafi fengið.

Siggi mun mæta með sýnishorn af viðtækjum í Skeljanes á fimmtudag. Veglegar kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

Á myndinni heldur Siggi á einu af viðtækjunum sem framleitt var af Viðtækjasmiðju Ríkisútvarpsins. Ljósmynd: RÚV.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 1 =