SKELJANES Á LAUGARDAG.
Laugardaginn 15. apríl mætir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A í Skeljanes með kynninguna: Internet um gervitungl – ódýr valkostur (Starlink).
Ari var í hópi þeirra fyrstu hér á landi sem fékk Starlink búnað frá Elon Musk til að tengjast netinu um gervitungl. Að sögn Ara er niðurhal ótakmarkað og það mesta/besta sem er í boði hér á landi. Sem dæmi, er að horfa samtímis á allt að 5 HD sjónvarpsstöðvar.
Ari ætlar m.a. að upplýsa um kostnað og hvernig hægt er að koma fyrir 1280 loftnetum á 1×1 metra spjaldi og – hvernig hægt er að stýra stefnu frá búnaðinum í eina átt. Hann upplýsir einnig um hraða sem er í boði yfir netið og hvort hann er eins í báðar áttir.
Ennfremur verður svarað spurningum eins og: Virkar búnaðurinn í farartæki sem er á ferð, t.d. í bifreið, húsbílum, hraðbátum, skipum, skemmtiferðaskipum eða flugvélum? Og hvað með virkan frá stöðum eins og t.d. frá Grímsey, Reykjavík og Ísafirði? Og hvort búnaðurinn virkar í snjó, rigningu og roki? Margt fleira spennandi verður upplýst.
Húsið verður opnað kl. 13:00 en Ari byrjar stundvíslega kl. 13:30. Kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta efni ekki framhjá sér fara.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!