SKELJANES FIMMTUDAG 18. NÓVEMBER
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. nóvember.
Þetta var fyrsta opnunarkvöldið í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni.
Menn áttu þó góða stund í félagsaðstöðunni enda ætíð næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur áhugavert radíódót.
Alls komu 9 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!