SKELJANES FIMMTUDAG 2. DESEMBER
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. desember.
Þetta var þriðja opnunarkvöldið í röð með grímuskyldu og án kaffiveitinga, enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin 4. bylgja kórónaveirunnar.
Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur áhugavert radíódót, m.a. mælitæki frá Motorola.
Alls komu 10 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í léttu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!