,

SKELJANES FIMMTUDAG 2. DESEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. desember.

Þetta var þriðja opnunarkvöldið í röð með grímuskyldu og án kaffiveitinga, enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin 4. bylgja kórónaveirunnar.

Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur áhugavert radíódót, m.a. mælitæki frá Motorola.

Alls komu 10 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í léttu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 2. desember. Georg Kulp TF3GZ, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Sigurður Harðarson TF3WS samþykktu að láta grímurnar falla fyrir myndavélina.
Benedikt Sveinsson TF1T, Þórður Adolfsson TF3DT og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði radíódót í hús fimmtudaginn 2. desember. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + twenty =