SKELJANES FIMMTUDAGINN 11.11.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember. Sérstakur gestur var Baldur Sigurðsson, TF6-009 félagsmaður okkar á Reyðarfirði (áður Egilsstöðum).
Mikið var rætt um loftnet, þ.á.m. dípóla og balun, vertíkala og Yagi lofnet. Einnig rætt um deltur sem geta verið spennandi lausn fyrir marga og m.a. vísað í fróðlega grein TF3KB sem birtist í næst síðasta hefti CQ TF (3. tbl. 2021).
Rætt um skilyrðin, en um helgina er síðasta stóra RTTY keppni ársins (WAE) á HF. Að mörgu leyti mjög áhugaverð keppni og vinsæl. Margir eru ánægðir með að 80 metrarnir eru lægsta band í keppninni því fæstir sem búa í þéttbýli hafa tök á að setja upp vel nothæft DX loftnet á því bandi.
Góð mæting var miðað við hve Covid-19 faraldurinn er að ná sér á strik, en 12 félagar komu í Skeljanes þetta frostmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Vefslóð á 3. tbl. CQ TF 2021: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!