,

Skeljanes í gærkvöldi

Ingólfur Haraldsson kynnti Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á velsóttu fimmtudagskvöldi hjá ÍRA, rúmlega tuttugu félagar komu og hlustuðu á frásögn og sáu myndir af Ingólfi og félögum á Haiti og Grænlandi.

Nokkrir félagar sátu lengi áfram í Skeljanesi og ræddu um ýmiskonar HF loftnet sem virðast fallin í gleymsku eins og til dæmis “curtain antenna” sem TF3WO stakk upp á að ÍRA fengi leyfi til að byggja á Vatnsendahæðinni milli gömlu langbylgjumastranna.

Ávinningur loftnetsins gæti verið allt að 20 db á 14 MHz undir lágu útgeislunarhorni. http://hfradio.org/ace-hf/ace-hf-antenna_is_key.html

Lengst, vel fram yfir miðnætti, sátu TF3SG, TF3KB, TF3TB og TF3JA og ræddu um IARU Region 1 fund sem hugsanlega mætti halda á Íslandi á árinu 2017. Evrópa, Afrika, Mið-Austurlönd og Norður-Asía tilheyra IARU svæði 1. Næsti fundur er í Varna í Búlgaríu í september á þessu ári.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + 12 =