SKELJANES OPNAÐ Á NÝ 15 APRÍL
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 15. apríl. Þá voru liðnar 4 vikur frá því síðast var opið, 18. mars s.l.
Að venju voru umræðuefni næg og var m.a. rætt um böndin, skilyrðin, tækin, loftnet og loftnetsturna, tæknina og heimasmíðar. Einnig var rætt um mismunandi gerðir/tegundir HF loftneta, m.a. frá ZeroFive, Fritzel, New-tronics Hustler og VHF/UHF/SHF húsnet frá Diamond og Sirio.
Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG kom færandi heldi með ýmist radíódót sem félögunum stendur til boða næstu fimmtudagskvöld. M.a. góðir kassar (til smíða) og mikið af öðru dóti sem kemur til með að nýtast vel, bæði tengi og íhlutir.
Fjarskiptaherbergi félagsins var haft lokað og aðgangur að herbergi QSL stofunnar var takmarkaður við einn félaga í einu. Vel heppnað opnunarkvöld og almenn ánægja með að félagsaðstaðan var opin á ný. Þrátt fyrir ausandi rigningu og rjúkandi vorvinda mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta aprílkvöld í vesturbæ Reykjavíkur.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!