SKELJANES OPNAR Á NÝ 17. SEPTEMBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi opnar á ný fimmtudaginn 17. september.
Eftir lokun í réttar sex vikur, frá 6. ágúst til 10. september vegna COVID-19 faraldursins, er stjórn ÍRA ánægja að tilkynna, að félagsaðstaðan verður opnuð á ný fimmtudaginn 17. september n.k.
Ákvörðunin um opnun félagsaðstöðunnar var samþykkt á stjórnarfundi í félaginu þann 8. september s.l., og byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra dags. 3. þ.m., þar sem fjöldatakmörkun er rýmkuð og almenn nálægðartakmörkun miðast við að hægt sé að tryggja a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga. Ákvæði eru ennfremur um að nota skuli andlitsgrímu þar sem þeirri fjarlægð á milli einstaklinga verður ekki við komið.
Stjórn ÍRA þakkar félagsmönnum stuðning á þessum tíma faraldurs – sem vonandi er brátt að baki. Áfram gilda þau tilmæli, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes á fimmtudagskvöldum, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra. Handspritt (70%) og andlitsgrímur af viðurkenndri tegund eru á staðnum.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!