,

SKELJANESI 27. MARS.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudagskvöldið 27. mars.

Mikið var rætt um CQ DX WPX SSB keppnina sem verður um helgina 29.-30. mars, enda verða mörg TF  kallmerki virk, þ.á.m. félagsstöð ÍRA, TF3W. Ennfremur var rætt um loftnet, C4FM VHF/UHF stöðvar, QSL kort og Logbook of The World (LoTW). Fram kom, að væntanlegri tengingu DMR  endurvarpans TF3DMR, sem til stóð að tengja um páskana seinkar, þar sem ferð Erik Finskas, TF3EY (OH2LAK) til landsins frestast.

Þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga kaffi og taka fram meðlæti.

Alls mættu 19 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Mathías Hagvaag TF3MH og Jón E. Guðmundsson TF8KW.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Guðjón Már Gíslason TF3GMG.
Garðar Valberg Sveinsson TF8YY og Pier Albert Kaspersma TF1PA.
Jón E. Guðmundsson TF8KW, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY.
Mynd tekin inn nýbónaðan ganginn að fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Motorola DR 3000 endurvarpinn TF3DMR. Tenging frestast fram yfir páska. Ljósmyndir: TF3UA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + twenty =