SKELJANESI FIMMTUDAG 7. DESEMBER
Andrés Þórarinsson, TF1AM mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 7. desember með erindið: „Útbreiðsla á metrabylgju innanlands“.
Andrés ætlar m.a. að sýna sambönd sem hann hefur haft í Páskaleikunum og VHF/UHF leikunum undanfarin ár. Og ræða hvers vegna þau gangi á sumum löngum leiðum og öðrum ekki. Og loks að velta því fyrir sér hvort það eru fleiri staðir sem hugsanlega má ná samböndum frá í leikunum.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!