Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mönnum. Sérstakur gestur okkar var Ralf Doerendahl, HB9GKR sem einnig heimsótti okkur s.l. fimmtudag. Hann var nýkominn til borgarinnar frá Vestfjörðum þar sem hann virkjaði SOTA tinda.
Ralf var mjög hrifinn af starfseminni hjá okkur, m.a. aðstöðunni í Skeljanesi og „sjakknum“ fyrir TF3IRA. Honum fannst afrek að gefa út félagsblað fjórum sinnum á ári (en nýjasta CQ TF lá frammi á stóra fundarborðinu). Hann er embættismaður USKA systurfélags ÍRA í Sviss og tók eftir að félagsblað þeirra „HB Radio“ [sem kemur út 6 sinnum á ári] var ekki að finna í bókaskápunum okkar. Hann segist ætla að fá því breytt þegar hann kemur heim. Annars fjörugar umræður um áhugamálið á báðum hæðum.
Alls mættu 24 félagar + 3 gestir þetta ágæta rigningarmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!