Skemmtilegur sunnudagur í Skeljanesi
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/DSC02548_e_sml.jpg)
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ stýrði umræðum um PIC smáörgjörva þann 9. desember í Skeljanesi.
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, stýrði umræðum á 4. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi, þann 9. desember. Hann flutti fyrst u.þ.b. 40 mín. inngang um PIC örgjörva með PowerPoint glærum til skýringar. Í framhaldi fóru fram skemmtilegar umræður, en Kjartan hafði komið með margskonar PIC „konstrúksjónir” úr eigin safni, sem gengu á milli manna til skoðunar; auk þess sem aðrir félagsmenn komu með eigin smíðar til að sýna öðrum. Umræðum lauk á settum tíma, upp úr hádegi. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þennan veðurmilda sunnudagsmorgun.
Stjórn Í.R.A. þakkar Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, fyrir fróðlegan og vel heppnaðan viðburð. Þakkir einnig til TF3JB og TF3SB fyrir ljósmyndirnar.
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/9.-desember-2012-011.jpg)
Hressir á sunnudagsmorgni í Skeljanesi. Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Brynjólfur Jónsson TF5B, Mathías Hagvaag TF3-Ø35 og Örnólfur Hall TF3AH.
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/9.-desember-2012-002.jpg)
Í fremri hluta salarins voru menn líka hressir. Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Sveinsson TF3SG og Jón Þóroddur Jónsson TF3JB.
![](http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/9.-desember-2012-012.jpg)
Umræður í kaffihléi. Frá vinstri: Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Haraldur Þórðarson TF3HP.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!