Skil á útileikaloggum fyrir lok mánudags 31. ágúst
Lokafrestur fyrir skil radíódagbóka úr útileikunum 2009 er fyrir lok morgundagsins, mánudaginn 31. ágúst.
Eftir það hefst stigagjöf fyrir þátttökuna og stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir fljótlega í september. Nú þegar hafa 19 þátttakendur sent inn logga, með allt frá nokkrum tugum sambanda niður í eitt, en allir sem senda inn logga – hversu fá sem samböndin kunna að vera – fá viðurkenningu fyrir þátttöku í ár.
Nóg er að senda logga á hefðbundnu formi, þar sem eitt QSO er í hverri línu (vinsamlegast ekki ADIF skrár). Ekki er nauðsynlegt að reikna stig, frekar en menn vilja – þau verða hvort eð er reiknuð aftur í stigagjöfinni.
Sendið loggana fyrir lok morgundagsins, 31. ágúst á undirritaðan:
Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42
220 Hafnarfjörður
Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM: 825-8130.
Undirritaður veitir einnig upplýsingar, ef þarf.
73 de TF3KX
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!