Skráning á námskeið í Win-Test keppnisforritinu hafin
Í.R.A. gengst fyrir síðara hraðnámskeiði vetrardagskrár til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu þriðjudaginn 5. apríl n.k. kl. 18:30-21:00. Námskeiðið er tveggja kvölda og verður síðari námskeiðsdagurinn viku síðar, eða 12. apríl á sama stað og tíma. Leiðbeinandi verður sem áður, Yngvi Harðarson, TF3Y. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem fyrst á póstfangið “ira hjá ira.is” þar sem fjöldi er takmarkaður og síðast var full bókað. Námskeiðið er ókeypis fyrir skuldlausa félaga Í.R.A.
Hlekkur á heimasíðu Win-Test: http://www.win-test.com/
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!