SKRÁNINGU Í PRÓF FST LÝKUR 8. MARS
Tekið verður á móti skráningum í próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis til 8. mars n.k.
Prófið verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Dagskrá: Kl. 10:00–12:00 Raffræði og radíótækni; kl. 13:00–14:00 Reglur og viðskipti; og kl. 14:30–Prófsýning.
Þátttaka í prófinu er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!