SNYRT TIL UTANHÚSS Í SKELJANESI
Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes eftir hádegi sunnudaginn 28. júní. Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og vel fyrir sig svo nú er orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að mæta á staðinn. Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum bensínmótor (eins og í fyrra), en Baldvin kom færandi hendi með stunguskóflu og önnur garðáhöld heiman að frá sér.
En þar var ekki látið við sitja, því eins og fram kom í 4. tbl. CQ TF 2019, þegar Baldvin snyrti síðast til fyrir utan Skeljanes, var haft eftir honum að: „…hann hafi verið nokkuð ánægður [með unnið verk þá] en benti á að næst mætti huga að því að mála, a.m.k. trévegginn þar sem TF3IRA skiltið er fest“. Og í framhaldi af garðvinnunni, tók Baldvin sér málningarpensil og rúllu í hönd og málaði í snatri tvær umferðir á trévegginn og í kring. Veggurinn, sem síðast var málaður 7. apríl 2018 lítur nú út sem nýr. Bestu þakkir til Baldvins fyrir gott framtak vel unnin verk!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!