,

SNYRT TIL VIÐ SKELJANES

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Mathías Hagvaag, TF3MH mættu í Skeljanes upp úr hádeginu þann 22. júlí. Á dagskrá var að árlegt sumarverkefni á staðnum, að slá, hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og síðdegis var orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn.

Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum bensínmótor, en Baldvin kom færandi hendi með stunguskóflu og rakstursáhöld heiman að frá sér. Þakkir til þeirra Baldvins og Mathíasar fyrir verk vel úr hendi leyst.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 22. júlí, skömmu eftir hádegi. Eins og sjá má á myndinni er ekki seinna vænna en taka til við að slá og hreinsa til.
Mathías TF3MH og Baldvin TF3-033 fyllla þriðja og síðasta svarta ruslapokann.
Strákarnir litu yfir vettvang og voru ánægðir með verkefnið. Baldi hafði á orði að það sæist á framhlið hússins að við áttum bara málningu í eina umferð í fyrrasumar. Hann hefur áhuga á að mála aðra umferð fyrir haustið. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − fifteen =