,

SOTA á Íslandi er orðið eins árs.

Um síðustu mánaðamót var liðið eitt ár frá því að Ísland varð hluti af SOTA (Summits on the air) verkefninu. Fjallað verður um það sem gerst hefur á þessum tíma í opnu húsi í Skeljanesi klukkan 20:15 n.k. fimmtudagskvöld, 21 september. Þar á meðal er:

  • 17 amatörar hafa virkjað 70 af þeim 908 tindum sem skilgreindir eru í verkefninu.
  • Sex af þessum 17 notuðu TF kallmerki. Þeir voru allir virkir haustið 2016 en aðeins þrír þeirra hafa skráð virkni á árinu 2017,  en jafn margir amatörar hafa notað HB9 kallmerki til að virkja TF tinda það sem af er 2017.
  • Af 46 tindum á SV svæði hafa 36 verið virkjaðir. Aðeins einn tindur sunnan Hvalfjarðar er eftir.
  • Flestir tindar hafa verið virkjaðir með DX samböndum á 20 metra bandinu. Meirihluti þeirra sambanda voru gerð með SSB, en allmargir amatörar hafa notað CW.  Nokkrir tindar hafa verið virkjaðir með FM samböndum á tveim metrum.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 3 =