Spjall.ira.is
Eins og kynnt hefur verið á póstlista félagsins, setti TF3CY í gang nýtt spjallsvæði hér á heimasíðunni
þann 19. desember s.l. Slóðin er: http//spjall.ira.is Tenging hefur verið gerð virk frá heimasíðunni (dálkur
lengst til hægri). Svæðið skiptist annarsvegar í almennt spjall og hinsvegar í sérhæft spjall, samkvæmt
eftirfarandi töflu:
Almennt spjall |
Umræður |
---|---|
Spjallið | Hér má ræða um allt á milli himins og jarðar |
Smáauglýsingar | Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir hverju sem er sem tengist amatörradíói |
Aðstoð | Hjálp! Spurningar og svör |
DX hornið | Póstar um góða DX’a – er eitthvað í loftinu? |
Húmor og annað | Og svo allt annað! |
Sérhæft spjall | Umræður |
Föndurhornið | Tækjasmíði, loftnet, breytingar á búnaði o.s.fr. |
APRS | Umræður um APRS og neyðarfjarskipti |
Keppnir | Ætlar þú að taka þátt? |
Mors | Læra morse? góð ráð? |
Vefurinn | Umræða um vefinn og spjallið – hvað má bæta og fl. |
Prufuþráður | Hér má prófa umræðusvæðið |
Benedikt segir: “Þar sem gamla spjallið okkar komst aldrei almennilega í gang, ákvað ég að reyna ekki að flytja það yfir, en gagnagrunnurinn var orðinn hálfónýtur og þetta var óþarflega flókið spjallkerfi. Ég setti upp spjallborð sem heitir “FluxBB” sem er frekar einfalt, en er með möguleika að setja inn myndir. Skráning er opin, þ.e. allir geta skráð sig – borðið kemur sjálfgefið upp á Íslensku, en það er hægt að velja ensku ef menn vilja. Endilega prófið að skrá ykkur og setja inn efni – Ef þið lendið í vandamálum, sendið póst á mig: benni (hjá) ccpgames.com
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!