,

Stafvarpar og internetgáttir

APRS-IS kerfið hefur verið í uppbyggingu um nokkurra ára skeið. Í fyrrasumar kom nýr APRS stafvarpi til sögunnar þann 8. ágúst; TF1SS-1 á Úlfljótsfjalli, auk þess sem unnið var við loftnet og búnað TF8APA á Þorbirni og TF3IRA-1Ø í Skeljanesi.

Það er APRS hópurinn sem vann að þessu verkefni líkt og fyrri ár. Það eru einkum þeir Magnús Ragnarsson TF1MT, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA, Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu, en ÍRA hefur kostað hluta af búnaði úr félagssjóði, m.a. Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi.

Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um búnaðinn.

Þakkir til APRS hópsins fyrir góð störf að þessu áhugaverða verkefni.

Stjórn ÍRA.

QRG (MHz)STAÐURKALLMERKITEGUNDHNITEIGANDI
144.800Búrfell, 669 m. yfir sjóTF1APAStafvarpiIP04cbTF1MT
144.800Reynisfjall, 340 m. yfir sjóTF1APBStafvarpiHP93lwAPRS hópurinn
144.800LandeyjarTF1MT-1Stafvarpi/gáttHP93woTF1MT
144.800Reykjavík (Skeljanes)TF3IRA-1ØStafvarpi/gáttHP94adÍRA
144.800Reykjavík (Hraunbær)TF3RPFStafvarpiHP94ccTF3JA
144.800Akureyri (Kjarnaskógur)TF5SSStafvarpi/gáttIP05wpAPRS hópurinn
144.800Þorbjarnarfell, 244 m. yfir sjóTF8APAStafvarpiHP83suÍRA
144.800Úlfljótsfjall, 248 m. yfir sjóTF2SS-1StafvarpiIP14ejAPRS hópurinn
Þessi skúr er á Úlfljótsfjalli, í 248 m. hæð yfir sjávarmáli. Hann hýsir APRS búnað TF1SS-1.  Staðsetning er með útsýni er til allra átta. Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − fourteen =