,

Starfshópur um fjaraðgang er á fimmtudag

Nýr starfshópur. Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y formaður starfshópsins, Jónas Bjarnason TF3JB (gestur á fundinum) og Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX. Ljósmynd: Sölvi Tryggvason.

Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Starfshópur félagsins um fjaraðgang mun gefa félagsmönnum stöðuskýrslu um verkefnið. Þess skal getið, að starfshópnum voru ekki settar tímaskorður í vinnu sinni, enda mikilvægt að tekið sé tillit til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er í mótun um þessar mundir.

Starfshópinn skipa þeir Yngvi Harðarson, TF3YH, formaður; Kristján Benediktsson, TF3KB og Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Þeir voru skipaðir af stjórn Í.R.A. á stjórnarfundi þann 17. september s.l.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × four =