,

Starfshópur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A.

Úr félagsstarfinu. Unnið við að reisa uppblásinn ferðasturn TF3ARI við félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi þann 5. júlí s.l. Frá vinstri: TF3ARI, TF2MSN og TF3-Ø35.

Áður auglýstur frestur til tilnefninga í starfshóp er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. rennur út þann 14. september n.k. Starfshópurinn verður formlega skipaður á stjórnarfundi síðar í mánuðinum. Hópurinn mun vinna að verkefninu í vetur og er miðað við að vekefnaskil til stjórnar eigi síðar en 13. maí.
Málið verður í framhaldi til formlegrar kynningar á aðalfundi félagsins 2013.

Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn félagsins eða að senda tölvupóst á: ira (hjá) ira.is fyrir 14. september n.k.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A., verður formaður starfshópsins og mun svara fyrirspurnum um verkefnið. Fulltrúi stjórnar í þessari vinnu verður Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Ofangreindu til staðfestingar,

F.h. stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

________


Turninn (á myndinni að ofan) var blásinn upp á grasflötinni fyrir framan félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi.  Hann er af afar óvanalegri gerð, kemst fyrir í ferðatösku og er síðan blásinn upp á fáum mínútum (sjá mynd neðar). Turninn nær 12 metra hæð og eru festingar fyrir kóaxkapal með “frönskum rennilásum” upp eftir honum auk þess sem setja má fíberrör efst. Turn af þessari gerð gæti hentað til neyðarfjarskipta (þegar veður leyfir).

TF3ARI gerir sig kláran til að blása ferðaturninn upp.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − two =