,

Stefán Arndal, TF3SA, er 85 ára í dag 26. ágúst

TF3SA við nýju félagsstöðina í Skeljanesi á 70 ára afmæli ÍRA

Einn af okkar allra traustustu félögum, Stefán Arndal TF3SA er 85 ára í dag. Stefán hefur stutt ÍRA með ráðum og dáð svo lengi sem við munum. Hann hefur alveg sérstaklega stutt keppnislið félagsins framan af með góðum ráðum og stuðningi á ýmsan hátt. Síðustu árin hefur hann einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum fjarskiptakeppnum með félögunum. Stefán fer þar fremstur meðal jafningja – “harður operator” – eins og kapparnir orða það – en hugljúfur félagi sem menn njóta þess að vinna með að sameiginlegu markmiði. Stjórn ÍRA fyrir hönd félagsins færir Stefáni og fjölskyldu hans árnaðaróskir á afmælinu og þakkar honum trygglyndi og vináttu í gegnum árin.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − four =