,

SteppIR loftnetið komið upp á ný og virkar vel.

Myndin er frá vinnu við SteppIR loftnet félagsins 1. nóvember s.l. Ljósm. TF2JB.

Laugardaginn 20. mars 2010 kl. 10 árdegis var mættur hópur félagsmanna í félagsaðstöðuna við Skeljanes. Verkefni dagsins var að koma upp á ný SteppIR Yagi loftneti félagsins eftir viðgerð, en eins og menn muna brotnuðu festingar loftnetsins og það féll til jarðar þann 20. janúar s.l. Þessir voru mættir: Ársæll TF3AO, Bjarni TF3BG, Óskar TF3DC, Benedikt TF3CY, Erling TF3EE, Halldór TF3GC, Guðlaugur TF8GX, Haraldur TF3HP, Guðmundur Ingi TF3IG, Jón Þóroddur TF3JA, Jónas TF2JB, Jón Gunnar TF3PPN, Guðmundur TF3SG og Sveinn Bragi TF3SNN. Vinnan við samsetningu loftnetsins og uppsetningu gekk að óskum (en alltaf eru náttúrlega einhver smáatriði sem tefja…). Það flýtti þó verulega fyrir að Gulli, TF8GX, fékk lánaðan lyftubíl. Loftnetið var komið upp, tengt og tilbúið til notkunar klukkan 12:50. Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn.

Frá vinstri: TF3CY, TF3SNN og TF3PPN.

Frá vinstri: TF3GC, TF3DC, TF3PPN og TF8GX auk TF3AO.

Frá vinstri: TF3DC, TF3GB, TF3GC, TF3CY, TF3PPN, TF3AO og TF3SNN.

loftnetið á leið á sinn stað upp á turninum.

TF3PPN og TF8GX veifa til marks um að allt sé í góðu gengi.

Tengingarvinnan tók nokkurn tíma.

Loftnetið klárt, verkefninu lokið og karfan á leið niður. Þá var klukkan 12:50.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + eleven =