SteppIR loftnetið verður sett upp á laugardag…
Það staðfestist hér með að farið verður í uppsetningu á SteppIR Yagi-loftneti félagsins laugardaginn, 20. mars, kl. 10 árdegis. Veðurspáin virðist vera nokkuð góð – við gætum átt von á skúrum – en á móti kemur verkið verður léttara en á horfðist vegna þess að við munum fá körfubíl á staðinn.
Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og hann verður klár með nýjar festingar og það sem til þarf. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að hjálpa til eru velkomnir. Heitt verður á könnunni og eins og áður hefur komið fram verða ný vínarbrauð frá Geirabakaríi í Borgarnesi á borðum.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!